Innlent

Útilokar ekki sameiningu við Morgunblaðið

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans MYND/Róbert

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, útilokar ekki samruna við Morgunblaðið. Hluthafafundur Landssíma Íslands hf. samþykkti í dag sameiningu Símans, Skipta ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. sem á og rekur Skjá 1.

Brynjólfur sagði í samtali við NFS í kvöld að markmiðið með samrunanum væri að gera Símann öflugri en með sameiningunni verður það með stærri fyrirtækjum á Íslandi. Hluthafafé félagsins verður ríflega 30 milljarðar króna og eigin fjár staðan verður 37%.

Brynjólfur segir að Síminn stefni að því að hasla sér enn frekari völl á fjölmiðlamarkaði, bæði innanlands og utan. Aðspurður segist hann ekki útiloka neitt hvað varði prentmiðla, t.a.m. sameiningu við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×