Langstærsta verkefni austfirskra verktaka 19. desember 2005 22:04 MYND/Reyðarfjörður Tugir manna þramma nú um fjöll og firnindi Austfjarða. Þetta eru þó ekki jólasveinar heldur starfsmenn Héraðsverks að steypa undirstöður háspennulínu vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta er langstærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. Að steypa litla steypuklumpa og koma nokkrum festingum í kringum hvern þeirra virðist í fljótu bragði ekki stórt verkefni. Fyrirtækið Héraðsverk á Egilsstöðum fær þó einn og hálfan milljarð króna fyrir að koma 300 slíkum klumpum í jörðina. Þeir munu bera tvær samliggjandi háspennulínur, nærri 60 kílómetra vegalengd, þá leið sem raforka Kárahnjúkavirkjunar verður flutt frá stöðvarhúsi að álverinu í Reyðafirði. Um 60 manna lið Héraðsverks vinnur þarna í myrkri og kulda jafnt á láglendi sem á fjöllum. Það er til marks um stærð framkvæmdanna á Austurlandi að þessi eini verkþáttur er stærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. Þó eru undirstöðurnar aðeins einn sjötti hluti af allri línulögninni sem kosta mun samtals um 9 milljarða króna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá tekur rafmagnið að streyma úr fjallinu í aprílmánuði árið 2007, eftir 1 og hálft ár. Um Fljótsdalslínu en svo nefnist háspennulínan, verður flutt mesta orka sem um getur á Íslandi, eða allt að 4.500 gígavattstundir á ári frá virkjun með uppsett afl upp á 690 megvött. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Tugir manna þramma nú um fjöll og firnindi Austfjarða. Þetta eru þó ekki jólasveinar heldur starfsmenn Héraðsverks að steypa undirstöður háspennulínu vegna álversins í Reyðarfirði. Þetta er langstærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. Að steypa litla steypuklumpa og koma nokkrum festingum í kringum hvern þeirra virðist í fljótu bragði ekki stórt verkefni. Fyrirtækið Héraðsverk á Egilsstöðum fær þó einn og hálfan milljarð króna fyrir að koma 300 slíkum klumpum í jörðina. Þeir munu bera tvær samliggjandi háspennulínur, nærri 60 kílómetra vegalengd, þá leið sem raforka Kárahnjúkavirkjunar verður flutt frá stöðvarhúsi að álverinu í Reyðafirði. Um 60 manna lið Héraðsverks vinnur þarna í myrkri og kulda jafnt á láglendi sem á fjöllum. Það er til marks um stærð framkvæmdanna á Austurlandi að þessi eini verkþáttur er stærsta verkefni sem austfirskur verktaki hefur tekið að sér. Þó eru undirstöðurnar aðeins einn sjötti hluti af allri línulögninni sem kosta mun samtals um 9 milljarða króna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá tekur rafmagnið að streyma úr fjallinu í aprílmánuði árið 2007, eftir 1 og hálft ár. Um Fljótsdalslínu en svo nefnist háspennulínan, verður flutt mesta orka sem um getur á Íslandi, eða allt að 4.500 gígavattstundir á ári frá virkjun með uppsett afl upp á 690 megvött.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira