Innlent

Jóhannes í Bónus hlýtur verðlaun ísfirsku alþýðunnar

MYND/GVA

Jóhannes Jónsson sem kenndur er við Bónus hefur hlotið verðlaun ísfirsku alþýðunnar fyrstur manna, að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heimastjórnarhátíðar alþýðunnar á Ísafirði.

Ákveðið var að veita verðlaunin til fyrirtækja, einstaklinga eða stofnana sem mikið hafa lagt af mörkum til stuðnings við mannlíf og byggð á Ísafirði. Verðlaunin fær Jóhannes fyrir að stuðla að lækkun vöruverðs á Ísfirði með opnun Bónusverslunar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×