Innlent

Seld til útlanda fyrir metfé

JPV útgáfa hefur selt útgáfuréttinn að bók Árna Þórarinssonar Tíma nornarinnar til Þýskalands fyrir tveggja og hálfrar milljóna króna fyrirframgreiðslu. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi segir þetta líklega hæstu fyrirframgreiðslu sem fengist hefur fyrir íslenska bók í útlöndum.

Útgáfuréttur bókarinnar var seldur til allra Norðurlandanna í síðustu viku eftir að hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×