Innlent

Fornminjar fundust við Útskála í Garði

MYND/NFS

Fornleifar frá lokum víkingaaldar fundust við jarðrask vegna framkvæmda að Útskálum í Garði í gær. Björgunaruppgröftur fornleifafræðinga er hafinn því að ekki stendur til að hætta við framkvæmdirnar, þótt mannvistarleifarnar séu mjög fornar.

Þetta er fyrsti uppgröftur á mannvistarleyfum á Suðurnesjum. Örn Vésteinsson, lektor við fornleifafræði í Háskóla Íslands sem fylgst hefur með uppgreftrinum við gamla prestssetrið að Útskálum í Garði, segir fundinn mjög merkilegan að mörgu leyti:

Örn segir að við Útskála sé hægt að grafa í gegnum nokkur hundruð ára sögu og þar séu margir rúmmetrar af fornleifum en tekur undir að óvanalegt sé að þessar framkvæmdir séu núna í desember en stafi af framkvæmdum við gamla prests-setrið.

Óvíst er með framhaldið á fornleifagreftrinum en eftir að rannsóknum lýkur mun þessum rústum verða eytt og í stað kemur nýtísku lyftuhús fyrir nýtt menningarsetur í sveitarfélaginu Garði.

Á næstu misserum verður byggt veglegt menningarsetur að Útskálum en prestssetrið er eitt það elsta á landinu, byggt 1889. Það er metnaðarmál Suðurnesjamanna að Útskálahúsið verði endurreist og að staðurinn njóti fyrri vegsemdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×