Innlent

Sextán ára í tveggja ára fangelsi

MYND/Vísir

Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í gær pilt til að sæta fangelsi í tvö ár fyrir að ræna jafnaldra sínum og neyða hann til að taka peninga út úr hraðbanka. Félagi piltsins var jafnframt dæmdur í fimm mánaða fangelsi en tveir aðrir ungir menn sýknaðir af ákæru um hlutdeild í ráninu. Pilturinn er einungis sextán ára gamall og mun væntanlega sitja af sér árin tvö á Litla-Hrauni.

Atburðurinn í Bónus versluninni við Seltjarnarnes vöktu nokkurn óhug þegar fyrst fréttist af þeim. Þannig var því lýst hvernig fjórir ungir menn áttu að hafa ruðst inn í verslunina við Seltjarnarnes og ógna starfsmanni verslunarinnar með loftbyssu áður en þeir numu hann á brott - í skotti bifreiðar sinnar. Leið mannanna lá því næst að hraðbanka þar sem pilturinn neyddi manninn til að taka þrjátíu þúsund krónur út úr hraðbankanum áður en fórnarlambinu var sleppt. Hann var samkvæmt dómnum forsprakki mannránsins sem rekja má til þess að starfsmaður Bónus sem rænt var, hafði verið vitni í sakamáli sem tengdist honum. Honum hafði raunar verið sleppt úr gæsluvarðhaldi nokkrum klukkustundum áður.

Dómurinn yfir piltinum er raunar ekki allur tilkominn vegna atburðanna í verlsun Bónus á Seltjarnarnesi því með þeim brotum rauf hann skilorð vegna eldri brota. Það var Guðjón Marteinsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn og lét fylgja með í úrskurði sínum að dómnum þætti það til marks um einbeittan brotavilja að pilturinn skyldi standa fyrir ráninu sama dag og hann losnaði úr gæsluvarðhaldi. Pilturinn er sextán ára gamall en mun að öllum líkindum afplána dóm sinn á Litla-Hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×