Sport

Manchester United úr leik

Louis Saha, leikmaður Man. Utd, niðurlútur eftir að flautað var til leiksloka í leiknum í kvöld.
Louis Saha, leikmaður Man. Utd, niðurlútur eftir að flautað var til leiksloka í leiknum í kvöld. MYND/AP

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum.

Ekki nóg með að United sé úr leik heldur endaði liðið í neðsta sæti riðilsins og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í UEFA-keppnina. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir félagið enda var riðillinn fyrir fram talinn ákaflega léttur.

Þrjú sæti voru í boði í kvöld, tvö þeirra úr þessum riðli en eitt í C-riðli og það tók Werder Bremen og liðið getur þakkað Barcelona fyrir því ef spænska liðið hefði ekki sigrað Udinese hefði ítalska liðið komist áfram.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill:

Club Brugge-Bayern Munchen 1-1

Portillo - Pizarro

Rapid Vín-Juventus 1-3

Kincl - Del Piero 2, Ibrahimovic.

B-riðill:

Arsenal- Ajax 0-0

Sparta Prag-FC Thun 0-0

C-riðill:

Udinese-Barcelona 0-2

- Ezquerro, Iniesta.

Werder Bremen-Panathinaikos 5-1

Micoud, Valdes 2, Klose, Frings - Morris.

D-riðill:

Villarreal-Lille 1-0

Guyare.

Benfica-Man. Utd 2-1

Geovanni, Beto - Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×