Innlent

185 milljónum veitt í erfðafræðirannsóknir og örtækni

Hundrað áttatíu og fimm milljónum var veitt til erfðafræðirannsókna og örtækni í dag. Þau verkefni sem fengu styrk snúa meðal annars að stofnfrumrannsóknum, arfgengu heilablóðfalli, sem er séríslenskur sjúkdómur, og lyfjagjöf í bakhluta auga.

Ríkisstjórnin veitir þessa sérstöku fjárveitingu undir nafninu markáætlanir til þess að byggja upp starf á sviði vísinda og tækni. Fjórtán verkefni á sviði erfðafræði og örfræði fengu úthlutun úr sjóðnum nú en úthlutað er til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×