Innlent

Óska eftir stuðningi stjórnvalda

Húsnæði Hjartaverndar í Kópavogi
Húsnæði Hjartaverndar í Kópavogi MYND/GVA

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja vilja að stjórnvöld leggist á árárnar með íslenskum hátækniiðnaði og sprotafyrirtækjum til að tryggja áhugaverð störf og arðbæran rekstur hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem SÍL sendi frá sér í dag vegna uppsagnanna hjá Hjartavernd og líftæknifyrirtækinu Urður, Verðandi, Skuld á dögunum en fyrirtækin eru meðal stærstu félaga SÍL. Þar kemur einnig fram að einn mikilvægasti stuðningur sem stjórnvöld geti veitt við uppbyggingu hátæknifyrirtækja sé að kaupa af þeim vörur og þjónustu í stað þess að leggja stein í götu þeirra með ríkisrekinni samkeppni á mörgum sviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×