Innlent

Svifryksmengun 20 sinnum yfir heilsuverndarmörk í ár

Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þar með hefur hún farið tuttugu sinnum yfir mörkin í ár og þar sem til stendur að lækka mörkin til muna getur þetta orðið viðvarandi ástand af og til.

Þetta er samkvæmt mælingum við Grensás, en dæmi eru um hið sama víðar í borginni, til dæmis í Húsdýragarðinum, og veltur þetta nokkuð á því hvernig vind hreyfir. Samkvæmt upplýsingum mengunarvarna umhvefissviðs Reykjavíkurborgar er uppspænt malbik, einkum vegna nagladekkja, orsök um 60 prósenta mengunarinnar og útblástur frá bílum orsök 15 prósenta hennar, þannig að 75 prósent af þessari mengun má rekja til umferðarinnar.

Þetta ástand skapast einkum í þurru veðri og logni, eins og var fyrir helgi. Þau mörk, sem miðað hefur verið við án þess að grípa þurfi til róttækraaðgerða, er 35 sinnum á ári yfir mörkin þannig að nokkuð er enn í að þeirri tölu verði náð í ár.

Hins vegar verða þessi mörk færð niður í 29 strax á næsta ári og árið 2010 verða þau komin niður í sjö sinnum á ári. Miðað við það væri ástandið nú komið þrefalt yfir hættumörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×