Innlent

Dómar hertir í Grænlandi

MYND/DV

Maður var dæmdur í 10 ára fangelsi af grænlenska undirréttinum í Upernavikfyrir að drepa 26 ára gamla konu og 6 ára dóttur hennar. Dómurinn þykir til marks um aukna hörku af hálfu dómsvaldsins samkvæmt grænlenska vefritinu KNR. Alla jafna er fólk dæmt í 5 ára fangelsi fyrir morð, en undirrétturinn ákvað að maðurinn yrði dæmdur í 5 ár fyrir hvort morð um sig, eða 10 ár, og er það hámarks refsing sem fólk getur hlotið á Grænlandi. Enginn hefur áður verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Grænlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×