Innlent

Á annað kíló haldlagt á viku

Lögreglustöðin á Akureyri
Lögreglustöðin á Akureyri MYND/Rúnar

Lögreglan á Akureyri hefur lagt hald á um eitt og hálft kíló af fíkniefnum í þessari viku og telur hún að efnin hafi verið ætluð til sölu í bænum. Lögreglan handtók í nótt mann á þrítugsaldri en hann er grunaður um að hafa um nokkur skeið selt fíkniefni.

Við leit í íbúð hans fundust um eitt kíló af maríuana. Þar var einnig töluvert magn af peningum sem lögreglan telur tilkomna vegna fíkniefnasölu.

Lögreglan handtók líka tvo menn á tvítugsaldri að morgni síðastliðins fimmtudags vegna gruns um fíkniefnasölu á Akureyri. Við húsleit í íbúð mannanna fundust um tvö hundruð og fimmtíu grömm af hassi, hundrað grömm af maríuanna, þrjátíu og fimm grömm af amfetamíni auk þrjátíu og tveggja e-taflna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×