Innlent

Stórt nýtt hverfi í Mosfellsbæ

Þúsund íbúða hverfi mun rísa innan tíðar undir hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Ljúka á vinnu við fyrsta áfanga deiliskipulags í mars á næsta ári. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og landeigendur undirrituðu viljayfirlýsingu um uppbyggingu hverfisins í dag.

Stefnt er að því að eitt þúsund og tuttugu íbúðir, 560 í sérbýli og 460 í fjölbýli, rísi í hverfinu á þessum skjólgóða útssýnisstað. Reistur verður grunnskóli og tveir leikskólar og fleiri þjónustubyggingar. Allt verður þetta útfært með samstarfi bæjaryfirvalda og landeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×