Innlent

Sjúkraliðar á Akureyri fá greidda desember- og orlofsuppbót

Sjúkraliðar á Akureyri fá greidda desemberuppbót í desember, líkt og aðrir starfsmenn Akureyrarbæjar. Þá mun þeim einnig verða greidd orlofsuppbót, þrátt fyrir að ekki hafi verið samið um hana ennþá. Sjúkraliðar á Akureyri bíða margir hverjir endurnýjun kjarasamnings en kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands og Launanefndar Sveitafélagana rann út 1. júní síðarstliðinn. Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, segir að þegar samningar liggi fyrir þá verði gerðar leiðréttingar á orlofsuppbót og desemberuppbót í samræmi við það sem um verður samið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×