Erlent

Yfir 40 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna

MYND/Reuters
4,9 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna það sem af er þessu ári. Þar með er fjöldi HIV-smitaðra kominn upp í 40,3 milljónir um heim allan. Mest er fjölgun tilfella í Afríku sunnan Sahara, fyrrum Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu UNAIDS, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Yfir 3,1 milljón manns hafa látist af völdum eyðni á árinu, þar af 570.000 börn. Þetta eru mun fleiri dauðsföll en fylgt hafa öllum náttúruhamförum heimsins síðan flóðbylgjan mikla varð í desember. Þrátt fyrir örlítinn árangur í baráttunni við veiruna í nokkrum löndum heldur faraldurinn áfram að breiðast út.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×