Erlent

Vélarnar hafa flogið til Guantanamo

Frá Guantanamo-fangelsinu á Kúbu.
Frá Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. MYND/Reuters

Hinar svokölluðu fangavélar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem flogið hafa um danska lofthelgi, hafa meðal annars flogið til og frá fangelsi Bandaríkjahers á Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í Politiken í dag og kveðst blaðið meðal annars hafa upplýsingar um þetta frá vinstri flokknum „Enhedslisten" í Danmörku. Þar segir að vélarnar hafi sextíu og fjórum sinnum flogið til Guantanamo, auk þess að hafa flogið til Úzbekistans, Kabúl og Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×