Erlent

Vínfagnaður leystist upp í slagsmál

Hátíðarhöld og gleði til að fagna nýjum rauðvínsárgangi leystust upp í slagsmál í borginni Grenoble í Frakklandi í gær. Þrjátíu slösuðust í átökum lögreglu og æstra ungmenna, sem greinilega höfðu fengið sér aðeins of mikið af Beaujolais Nouveau. Raunar segir í frönskum fjölmiðlum að ungmenninn hafi verið dauðadrukkin. Það fylgir ekki sögunni hvort að hegðanina megi rekja til gæða vínsins og því líkast til ekki rétt að draga ályktanir um gæði árgangsins út frá látunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×