Erlent

Sænskir nemar fáfróðir um frjósemi

Mynd/Getty Images

Sænskir nemar við Uppsala háskóla virðast vera fáfróðir um frjósemi kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var við háskólann þar sem karlkyns og kvenkyns nemar voru spurðir um barneignir og frjósemi.

Kvennemar við Uppsala háskóla vilja eignast tvö til þrjú börn um ævina og sitt fyrsta barn fyrir 30 ára aldur. Rúmur helmingur aðspurðra vill eignast sitt síðasta barn milli 35 og 39 ára aldurs. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fáir vita að frjósemi kvenna minnkar eftir 30 ára aldur og enn frekar eftir 35 ára aldur. Þriðjungur karlanna taldi að frjósemi kvenna myndi fyrst minnka við 45 ára aldur. Vanþekking á frjósemi kvenna takmarkar möguleika á barneignum en því seinna sem konur byrja að eignast börn, því minni líkur eru á að þær geti eignast jafn mörg börn og þær kjósa að eignast.

Og sænskir nemar hafa áhyggjur af því að barneignir hafi áhrif á starfsframa. Þriðjungur kvenna sem tóku þátt í rannsókninni og um tíu prósenta karla, telja svo vera. Alls tóku 222 konur þátt í rannsókninni og 179 karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×