Erlent

Áfall fyrir Blair

MYND/Blair

Dregið hefur úr vinsældum Tonys Blairs forsætisráðherra Bretlands líkt og George Bush forseta Bandaríkjanna.

Umdeild hryðjuverkalöggjöf Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var felld í neðri deild breska þingsins í síðustu viku. Hefðu lögin verið samþykkt hefði það þýtt að breska lögregla mætti halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 90 daga án þess að ákæra þá. Niðurstaðan þykir hreint afhroð fyrir Tony Blair en 49 þingmenn Verkamannaflokksins snérust gegn Blair þegar kom að því að kjósa um lögin. Þingið samþykkti hins vegar lög um að halda mætti grunuðum hryðjuverkamönnum í 28 daga án þess að ákæra þá. Í könnun sem dagblaðið Guardian birti um helgina kom fram að tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda telja að þessi niðurstaða hafi skaðað Blair mikið og dregið úr völdum hans.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×