Erlent

Krókódíll veldur usla á flugvallarsvæði í Miami

Heldur óvenjulegur gestur komst inn á flugvöll í Miami í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða tæplega tveggja metra krókódíl sem hafði komið sér inn á flugvallarsvæðið og ætt yfir nokkrar af flugbrautunum áður en hann kom sér fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu. Þar sem nokkur hætta skapaðist af þessu ferðalagi krókódílsins brugðust flugvallarstarfsmenn skjótt við og kölluðu á dýraeftirlitsmann sem handsamaði skepnuna, tjóðraði hana og flutti á brott með hjálp lögreglu. Ekki fylgir sögunni hvert farið var með gestinn óboðna en væntanlega á stað þar sem flugvélagnýrinn var minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×