Erlent

Níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí

Að minnsta kosti níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí í mánuðinum. Óttast yfirvöld að talan eigi eftir að hækka mikið.

Heilbrigðisyfirvöld á Haíti telja sig hafa fundið upptök veikinnar og segjast hafa komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hennar. Yfirvöld segja að minnsta kosti 45 manns vera sýkta af malaríu og óttast að tala látinna eigi eftir að hækka á næstunni. Meindýraeyðar eru nú byrjaðir að eyða búum moskítóflugna, en lirfur þeirra bera veikina með sér. Malaría er afar tíð á Haítí á meðan regntímabilinu stendur á milli júní og nóvember. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að 3,5% íbúa Haíti þjáist af völdum malaríusmits á ári hverju en samkvæmt tölum stofnunarinnar látast um ein milljón manna árlega af þessum sökum í heiminum öllum. Helstu einkenni veikinnar eru hár hiti, svitamyndum, höfuðverkur og ógleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×