Erlent

Forsetakosningar í Sri Lanka

MYND/AP

Í dag eru forsetakosningar á Sri Lanka. Kosið er milli tveggja ólíkra frambjóðenda. Annars vegar er það hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Mahinda Rajapakse sem vill taka hart á frelsissveitum Tamil-tígranna. Hins vegar er það fyrrum forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ranil Wickremesinghe, sem kom á friði eftir langa borgarastyrjöld árið 2002 og er sáttarfúsari gagnvart tamílska minnihlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×