Erlent

Kosningaúrslit á Grænlandi

Jafnaðarflokkurinn Siumut, undir stjórn Lars Emil Johansen, hélt velli sem stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands í kosningunum í gær. Flokkurinn hélt sínum tíu þingmönnum með 30,7% atkvæða. Hægri flokkurinn Atassut og vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit misstu báðir einn mann en Demókratar bættu við sig tveimur.

Útgönguspár grænlenska útvarpsins KNR í gær gerðu ráð fyrir að Siumut myndi minnka við sig fylgi en að Inuit Ataqatigiit og Demókratarnir myndu bæta við sig nægilega til að geta mynda nýja landstjórn. Ekki er líklegt að það heppnist nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×