Erlent

Aldrei óvinsælli

Óvinsældir Bush Bandaríkjaforseta hafa aldrei verið meiri samkvæmt skoðanakönnun sem CNN, USA Today og Gallup birtu í gær. Aðeins þrjátíu og sjö prósent Bandaríkjamanna sögðust ánægð með störf forsetans en það er tveimur prósentum minna en í síðasta mánuði. Þá má þess geta að tuttugu og sjö prósent Bandaríkjamanna voru ánægð með störf Richards Nixons í nóvember árið 1973 eftir að Watergate-hneykslið kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×