Erlent

Ríflega 50 smáfuglar drápust í sóttkví í Bretlandi

MYND/AP

Ríflega 50 smáfuglar frá Taívan drápust í sóttkví í Lundúnum í síðasta mánuði og leikur grunur á að einhverjir þeirra hafi drepist úr fuglaflensu. Frá þessu greindu yfirvöld í Bretlandi í dag. Greint var frá því í síðasta mánuði að páfagaukur sem fluttur var inn frá Suður-Ameríku og geymdur var í sóttkvínni hefði greinst með hin banvæna H5N1-stofn fuglaflensunnar og að annar fugl í sóttkvínni hefði hugsanlega einnig verið sýktur af veirunni. Nú segja yfirvöld hins vegar að það hafi ekki verið páfagaukurinn sem hafi komið með smitið í sóttkvína heldur hinir taívönsku smáfuglar. Það er hins vegar ekki ljóst hversu margir hinna fimmtíu og þriggja smáfugla sem drápust hafi verið með hinn banvæna fuglaflensustofn en yfirvöld segja smitið ekki hafa borist út fyrir sóttkvína og því séu fuglar í náttúru Bretlands ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×