Erlent

Erfingi fæddur í spænsku konungsfjölskyldunni

Felipe krónprins ræðir við fjölmiðla eftir að frumburðurinn kom í heiminn.
Felipe krónprins ræðir við fjölmiðla eftir að frumburðurinn kom í heiminn. MYND/AP

Krónprins og krónprinsessa Spánar, Felipe og Letizia, eignuðust sitt fyrsta barn í nótt, þremur vikum fyrr en áætlað var. Frumburðurinn var stúlka og er hún sjöunda barnabarn Juan Carlos konungs og Soffíu drottningar. Sú staðreynd að hinn nýfæddi erfingi sé stúlka vekur upp pólitískar deilur sem áður hafa blossað upp á Spáni þar sem lög um erfingja krúnunnar kveða á um að drengir hafi forgang fram yfir stúlkur. Ef krónprinsinn og -prinsessan eignast dreng seinna meir mun hann því fara fram fyrir stóru systur í tilkalli til krúnunnar, að því gefnu að lögin haldist óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×