Erlent

Tíu létust í bruna á Schiphol-flugvelli

Tíu manns létust og fimmtán hlutu brunasár eða reykeitrun, þegar eldur kom upp á Schiphol flugvelli í Amsterdam upp úr miðnætti. Nokkrum hinna slösuðu er vart hugað líf. Eldurinn kom upp í fangageymslu flugvallarins þar sem 350 manns voru í haldi í nótt, flestir vegna smygls á fíkniefnum. Nokkra klukkutíma tók að slökkva eldinn, en eldsupptökin eru enn ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×