Láta draga bílana burt? 18. október 2005 00:01 Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Hiti var í fundarmönnum á fjölmennum íbúafundi sem var haldinn í Ísaksskóla í gærkvöld og var Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, til dæmis spurður að því hvort hann væri tilbúinn til að stuðla að því að banna starfsmönnum 365 að koma á einkabílum í vinnuna. Annar fundarmaður benti á að þá þyrfti að banna kennurum í Kennaraháskólanum að mæta til vinnu á bíl og foreldrum barna í Ísaksskóla að keyra börnin í skólann. Á fundinum kom einnig fram að umferð á svæðinu myndi líklega aukast um tíu prósent, eða þrjú hundruð bíla á dag, til viðbótar við það sem fyrir er. Forystumenn íbúanna hvöttu íbúa til að láta skoðun sína í ljós, til dæmis með því að tala við sína kjörnu fulltrúa og með því að láta draga burtu bíla starfsmanna sem hefur verið lagt ólöglega. Fyrirhugað er að reisa tæplega tvö þúsund fermetra bílastæðahús og átta hundruð fermetra tengibyggingu á lóð fasteignafélagsins Stoða á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúar eru sumsé mótfallnir þessum framkvæmdum og hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdirnar verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar. Íbúarnir telja ýmislegt aðfinnsluvert við meðferð málsins hjá borgaryfirvöldum og gagnrýna harðlega að fjölmargar athugasemdir síðustu misseri hafi ekki verið teknar til greina. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Íbúar í Hlíðahverfi mótmæltu harðlega á fundi sínum í gærkvöld fyrirhuguðum framkvæmdum 365 miðla á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúarnir vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Forystumenn íbúanna hvetja til þess að íbúar láti draga burt alla bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Hiti var í fundarmönnum á fjölmennum íbúafundi sem var haldinn í Ísaksskóla í gærkvöld og var Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, til dæmis spurður að því hvort hann væri tilbúinn til að stuðla að því að banna starfsmönnum 365 að koma á einkabílum í vinnuna. Annar fundarmaður benti á að þá þyrfti að banna kennurum í Kennaraháskólanum að mæta til vinnu á bíl og foreldrum barna í Ísaksskóla að keyra börnin í skólann. Á fundinum kom einnig fram að umferð á svæðinu myndi líklega aukast um tíu prósent, eða þrjú hundruð bíla á dag, til viðbótar við það sem fyrir er. Forystumenn íbúanna hvöttu íbúa til að láta skoðun sína í ljós, til dæmis með því að tala við sína kjörnu fulltrúa og með því að láta draga burtu bíla starfsmanna sem hefur verið lagt ólöglega. Fyrirhugað er að reisa tæplega tvö þúsund fermetra bílastæðahús og átta hundruð fermetra tengibyggingu á lóð fasteignafélagsins Stoða á lóðinni við Skaftahlíð 24. Íbúar eru sumsé mótfallnir þessum framkvæmdum og hafa sent kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdirnar verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar. Íbúarnir telja ýmislegt aðfinnsluvert við meðferð málsins hjá borgaryfirvöldum og gagnrýna harðlega að fjölmargar athugasemdir síðustu misseri hafi ekki verið teknar til greina.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira