ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni 18. október 2005 00:01 Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru boðaðir á fund forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra, og félagsmálaráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða um forsendur kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands telur forsendurnar brostnar og vill að samið verði um viðbót við gerða kjarasamninga fyrir launafólk, að öðrum kosti kann samningum að verða sagt upp frá og með áramótum. Forseti ASÍ bendir á, að við blasi að reyna muni á endurskoðunarákvæði kjarasamninganna og ekki verði séð að ríkisstjórnin geti vikið sér undan því að leysa það með samningum. Og ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni fljótlega, þar sem tíminn sé naumur. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að það sem fyrst og fremst snúi að þeim og þeirra viðsemjendum sé að brúa bilið frá samningum að raunveruleikanum í dag. Hann segir að allt tvö prósent skilji á milli þess sem samið var um og þess sem verðbólgan hefur étið upp. Forsætisráðherra segir skynsamlegast fyrir alla að gerðir kjarasamningar haldi til ársins 2008. Hann segir verið að skoða ýmislegt, meðal annars mál er varða atvinnnuleysisbætur og lífeyrismál, og að þau verði skoðuð og rædd frekar, ásamt aðilum vinnumarkaðarins, á næstu vikum. Hann segir stjórnvöld reiðubúin að koma að málinu en hins vegar sé um mjög flókin mál að ræða, sértaklega lífeyrismálin og örorkumálin sem þeim tengjast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að stjórnvöld verði að brúa bilið milli gerðra kjarasamninga og verðbólgunnar sem nú blasir við, eigi friður að haldast á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ræða málið þar sem skynsamlegt sé fyrir alla að kjarasamningar haldi. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru boðaðir á fund forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra, og félagsmálaráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða um forsendur kjarasamninga. Alþýðusamband Íslands telur forsendurnar brostnar og vill að samið verði um viðbót við gerða kjarasamninga fyrir launafólk, að öðrum kosti kann samningum að verða sagt upp frá og með áramótum. Forseti ASÍ bendir á, að við blasi að reyna muni á endurskoðunarákvæði kjarasamninganna og ekki verði séð að ríkisstjórnin geti vikið sér undan því að leysa það með samningum. Og ASÍ vill svör frá ríkisstjórninni fljótlega, þar sem tíminn sé naumur. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að það sem fyrst og fremst snúi að þeim og þeirra viðsemjendum sé að brúa bilið frá samningum að raunveruleikanum í dag. Hann segir að allt tvö prósent skilji á milli þess sem samið var um og þess sem verðbólgan hefur étið upp. Forsætisráðherra segir skynsamlegast fyrir alla að gerðir kjarasamningar haldi til ársins 2008. Hann segir verið að skoða ýmislegt, meðal annars mál er varða atvinnnuleysisbætur og lífeyrismál, og að þau verði skoðuð og rædd frekar, ásamt aðilum vinnumarkaðarins, á næstu vikum. Hann segir stjórnvöld reiðubúin að koma að málinu en hins vegar sé um mjög flókin mál að ræða, sértaklega lífeyrismálin og örorkumálin sem þeim tengjast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira