Innlent

Tyrkir áhugasamir um Ástarfleyið

Upptökur á raunveruleikaþættinum Ástarfleyið, sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Sirkús, hafa vakið athygli í Tyrklandi. Þarlendir sjónvarpsmenn mættu á tökustað fyrir nokkrum dögum og tóku viðtöl við keppendur og umsjónarmenn. Það sem helst vakti áhuga tyrknesku sjónvarpsmannanna var hversu opnir þátttakendur voru fyrir því að finna sér lífsförunaut á snekkjunni þar sem þættirnir eru teknir upp. Sumir þátttakendur sögðust þó fyrst og fremst líta á þátttöku í Ástarfleyinu sem ævintýri eða langt partí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×