Þörf á löggjöf um fjölmiðla 16. október 2005 00:01 „Þetta var alveg stórkostlegt og frábær stuðningur að fá næstum því tvo þriðju atkvæða. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir fundinn hafa verið kraftmikinn, þar hafi verið bæði mikið af ungu fólki og ekki síður nýju fólki innan flokksins. Létt hafi verið yfir mannskapnum. Í ályktun fundarins um menningarmál kemur fram að flokkurinn telur brýna nauðsyn á því að koma í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði og skoraði fundurinn á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla. „Þetta er mjög skýr ályktun og eindregin. Hún er algjörlega í samræmi við það sem stefna Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf sagt okkur, við viljum samkeppni en ekki einokun, við viljum fjölbreytni en ekki fábreytni,“ segir Þorgerður. Hún segir þessa ályktun ekki beinast gegn ákveðnum aðilum. Augljóst sé að þörf sé á rammalggjöf um fjölmiðla. „Við eigum svo eftir að sjá hvernig vinnst úr þessu. Skilaboðin frá landsfundinum í þessum efnum eru skýr og það er ágætt,“ segir Þorgerður. Hinn nýji varaformaður segir að hart hafi verið tekist á í nefndarstörfum. Tekist var á um samgönguáætlun, en hún telur að sú niðurstaða sem náðist hafi verið ásættanleg. „Þetta er stór og mikill flokkur og fólk er ekki alltaf á sama meiði. En síðan ná menn niðurstöðu.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð sig fram gegn Þorgerði Katrínu. Hann hlaut rúmlega 36 prósent atkvæða og er sáttur við þá útkomu. „Ég er mjög sáttur við þann stuðning sem ég hlaut í kjöri til varaformanns og get ekki litið með neinum öðrum hætti á tölurnar en að fólk sé ánægt með mín störf á þessu sviði,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt og frábær stuðningur að fá næstum því tvo þriðju atkvæða. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir fundinn hafa verið kraftmikinn, þar hafi verið bæði mikið af ungu fólki og ekki síður nýju fólki innan flokksins. Létt hafi verið yfir mannskapnum. Í ályktun fundarins um menningarmál kemur fram að flokkurinn telur brýna nauðsyn á því að koma í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði og skoraði fundurinn á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla. „Þetta er mjög skýr ályktun og eindregin. Hún er algjörlega í samræmi við það sem stefna Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf sagt okkur, við viljum samkeppni en ekki einokun, við viljum fjölbreytni en ekki fábreytni,“ segir Þorgerður. Hún segir þessa ályktun ekki beinast gegn ákveðnum aðilum. Augljóst sé að þörf sé á rammalggjöf um fjölmiðla. „Við eigum svo eftir að sjá hvernig vinnst úr þessu. Skilaboðin frá landsfundinum í þessum efnum eru skýr og það er ágætt,“ segir Þorgerður. Hinn nýji varaformaður segir að hart hafi verið tekist á í nefndarstörfum. Tekist var á um samgönguáætlun, en hún telur að sú niðurstaða sem náðist hafi verið ásættanleg. „Þetta er stór og mikill flokkur og fólk er ekki alltaf á sama meiði. En síðan ná menn niðurstöðu.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð sig fram gegn Þorgerði Katrínu. Hann hlaut rúmlega 36 prósent atkvæða og er sáttur við þá útkomu. „Ég er mjög sáttur við þann stuðning sem ég hlaut í kjöri til varaformanns og get ekki litið með neinum öðrum hætti á tölurnar en að fólk sé ánægt með mín störf á þessu sviði,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Fréttir Innlent Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira