Innlent

Vímuvarnarvikan 2005

Vímuvarnarvikan 2005 verður haldin dagana 17. -23. október næstkomandi. Fjölmörg samtök standa að vikunni en henni er ætlað að beina athygli að börnum og forvarnarstarfi. Yfirskrift vikunnar er "Byrjendaldur -hvað er í húfi?" en athyglinni verður beint að afleiðingum fíkniefnaneyslu, líkamlegum og félagslegum og kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um áhrif fíkniefna á ungt fólk. Samstarfsráð um forvarnir kemur að skipulagningu vikunnar í samstarfi við íþrótta- og æskulýðshreyfingar og frjálsar almenningshreyfingar ásamt stofnunum og fyrirtækjum. Mánudaginn 17. október verður Vímuvarnavika 2005 kynnt og opnuð formlega í félagsmiðstöðinni Ásinn í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Á opnuninni verður sérstök yfirlýsing vegna vímuefnavikunnar 2005 undirrituð af fulltrúum þeirra 19 félagasamtaka sem standa að vikunni í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×