Fólk með lífsskrá gefur líffæri 8. október 2005 00:01 Flestir þeirra sem hafa skilað inn svokallaðri lífsskrá til Landlæknisembættisins vilja gefa líffæri sín að sér látnum, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Lífsskráin var tekin í notkun í sumar og hafa á bilinu 50-60 manns nú skjalfest og undirritað hinsta vilja sinn. Þrenns konar kostir eru í lífsskránni, að sögn landlæknis. Hinn fyrsti er lífsskráin sjálf þar sem viðkomandi lýsir því hvernig hann vilji að meðferð sé háttað við lok lífs þegar öll sund eru lokuð. Um er að ræða ákvörðun um að einhver mneðferð sé ekki viðhöfð, eins og notkun öndunarvélar, nýrnavélar eða endurlífgun. „Þá leggjum við mjög að fólki að með þessu verði umboðsmaður og varaumboðsmaður, sem viðkomandi treystir vel,“ segir landlæknir. „Það getur verið maki, ættingi eða náinn vinur. Einhver sem hefur alltaf hagsmuni þess sem skrifar undir lífsskrána í huga. Við leggjum líka mikið upp úr því að ættingjar fái að vita um ákvörðun lífsskráreiganda. Eftir undirskrift heldur hann einu eintaki af henni, umboðsmaður hans fær eitt, læknir hans fær það þriðja og landlæknisembættið hið fjórða,“ heldur landlæknir áfram. „Embættið heldur skrá yfir þetta og ef svo ólíklega vildi til að seint um kvöld eða um miðja nótt kæmi eitthvað upp og enginn vissi neitt, þá gæti heilbrigðisstofnun leitað til embættisins og athugað hvort viðkomandi hefði undirritað lífsskrá.“ Í þriðja lagi gefur lífsskráin fólki kost á því að gera upp hug sinn um hvort það vilji gefa líffæri eða ekki að sér gengnu. Um getur verið að ræða hornhimnu, hjartað, lifur, nýru, bris og smáþarma. „Athugun á fjölda líffæragjafa hér á landi á á tíu ára tímabili, 1992-2002, sýndi að heldur hefur dregið úr leyfum fólks til gjafa líffæra úr látnum ættingja,“ segir landlæknir. „Við erum með miklu lægra hlutfall en ýmsar aðrar Evrópuþjóðir hvað þetta varðar. En sóknin eftir líffærum er sívaxandi.“ Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa skilað inn svokallaðri lífsskrá til Landlæknisembættisins vilja gefa líffæri sín að sér látnum, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Lífsskráin var tekin í notkun í sumar og hafa á bilinu 50-60 manns nú skjalfest og undirritað hinsta vilja sinn. Þrenns konar kostir eru í lífsskránni, að sögn landlæknis. Hinn fyrsti er lífsskráin sjálf þar sem viðkomandi lýsir því hvernig hann vilji að meðferð sé háttað við lok lífs þegar öll sund eru lokuð. Um er að ræða ákvörðun um að einhver mneðferð sé ekki viðhöfð, eins og notkun öndunarvélar, nýrnavélar eða endurlífgun. „Þá leggjum við mjög að fólki að með þessu verði umboðsmaður og varaumboðsmaður, sem viðkomandi treystir vel,“ segir landlæknir. „Það getur verið maki, ættingi eða náinn vinur. Einhver sem hefur alltaf hagsmuni þess sem skrifar undir lífsskrána í huga. Við leggjum líka mikið upp úr því að ættingjar fái að vita um ákvörðun lífsskráreiganda. Eftir undirskrift heldur hann einu eintaki af henni, umboðsmaður hans fær eitt, læknir hans fær það þriðja og landlæknisembættið hið fjórða,“ heldur landlæknir áfram. „Embættið heldur skrá yfir þetta og ef svo ólíklega vildi til að seint um kvöld eða um miðja nótt kæmi eitthvað upp og enginn vissi neitt, þá gæti heilbrigðisstofnun leitað til embættisins og athugað hvort viðkomandi hefði undirritað lífsskrá.“ Í þriðja lagi gefur lífsskráin fólki kost á því að gera upp hug sinn um hvort það vilji gefa líffæri eða ekki að sér gengnu. Um getur verið að ræða hornhimnu, hjartað, lifur, nýru, bris og smáþarma. „Athugun á fjölda líffæragjafa hér á landi á á tíu ára tímabili, 1992-2002, sýndi að heldur hefur dregið úr leyfum fólks til gjafa líffæra úr látnum ættingja,“ segir landlæknir. „Við erum með miklu lægra hlutfall en ýmsar aðrar Evrópuþjóðir hvað þetta varðar. En sóknin eftir líffærum er sívaxandi.“
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira