Innlent

Vilja sameina Hlíðarnar

Nokkrir íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa tekið höndum saman við að vekja athygli á því að Hlíðahverfið er dag orðið að einskonar hverfi smáeyja, sundurskorið af stórum og umferðarþungum stofnæðum með óþolandi umferðarhávaða og hættulegri mengun sem oftsinnis á vetrum fer yfir heilsufarsmörk. Einföld leið til að takast á við þessi vandamál er að koma Miklubrautinni í lokaðan stokk frá Kringlu og að Hringbraut. Á vefnum www.hlidar.com er hafin undirskriftarsöfnum þar sem skorað er á Borgarfulltrúa, Borgaryfirvöld og Þingmenn Reykjavíkur að beita sér fyrir því að sameina hverfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×