Innlent

Uppgreiðslugjald áfram heimilt

Lánastofnunum verður áfram heimilt að innheimta uppgreiðslugjald þegar lán eru greidd upp, samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar. Í september í fyrra sendu Neytendasamtökinn erindi til Samkeppnisstofnunar og kröfðust úrskurðar því Neytendasamtökin og einnig ASÍ héldu því fram að uppgreiðslugjald stæðist ekki lög um neytendalán. Samkeppnisráð komst þá að því að ekkert í ákvæðum laga um neytendalán gerði bönkum óheimilt að krefjast gjaldsins. Neytendasamtökin og ASÍ kærðu þann úrskurð til áfrýjunarnefndar samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndin komst að sömu niðurstöðu og staðfesti ákvörðun samkeppnisráðs. Í ákvörðun sinni benti samkeppnisráð jafnframt á að samkvæmt lögum um neytendalán verður skilyrðið um uppgreiðslugjald að koma skýrt fram í samningnum. Sé það ekki tekið fram er lánstofnuninni ekki heimilt að krefjast uppgreiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×