Innlent

Bóluefni lofar góðu

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á virkni bóluefnis gegn leghálskrabbameini lofa mjög góðu. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og HPV - rannsóknarsetur tóku þátt í rannsókninni sem gerð var á vegum breska lyfjafyrirtækisins Merck og eru jafnframt með stærsta rannsóknarsetrið á heimsvísu sem tók þátt, því í rannsókninni tóku þátt 700 konur á Íslandi og þykir það stórt hlutfall. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins segir þó enn vera tvö ár eftir af rannsókninni þar sem ekki hefur verið rannsakað hvort bóluefnið haldi. Hann segir því yfirlýsingu lyfjafyrirtækisins þess efnis að bóluefnið verði fljótlega tekið í notkun, ótímabæra. Yfirlýsing fyrirtækisins er jafnframt ekki dauðadómur yfir leghálskrabbameini þar sem bólufefnið virkar aðeins á tvo stofna af fimmtán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×