Innlent

Farþegum um Leifsstöð fjölgar enn

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 18 prósent í september miðað við sama tíma í fyrra, fór úr tæpum 140 þúsund farþegum árið 2004 í tæpa 165 þúsund farþega nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Leifsstöðvar. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur um 19 prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um tæp 15 prósent. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um 11 prósent það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2004, eða úr rúmlega einn koma þremur milljónum farþega í rúmlega eina kommma fjórar milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×