Bjórblaðið þjónusta við lesendur 6. október 2005 00:01 Forsvarsmenn Blaðsins segja í leiðara í dag að sérstakt aukablað þeirra um bjór, sem brýtur væntanlega í bága við lög um áfengisauglýsingar, sé til að þjónusta lesendur. Erlendir miðlar hafi forskot á íslenska í tekjuöflun með áfengisauglýsingum og útgáfa aukablaðsins sýni líka þá hræsni sem í auglýsingabanninu felst. Ríkið sjálft á stærstu auglýsinguna í Blaðinu. Í Blaðinu í dag er sérstakt aukablað um bjór og léttvín. Rafn M. Jónsson, fostöðumaður áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð segir útgáfu aukablaðsins skýrt brot á lögum um auglýsingar á áfengi, auk þess sem umfjallanir um bjór í blaðinu séu á gráu svæði að hans mati. Hann segir áfengisauglýsingar í eðli sínu miða að því að auka neyslu áfengis, að öðrum kosti væru auglýsendur ekki að leggja háar fjárhæðir í þær. Heilbrigðisáætlanir gerðu ráð fyrir því að minnka neyslu á áfengi. Rafn segir að ekki væri gerður greinamunur á ríki og einkaaðilum í lögunum. Því hljóti að vera hægt að gera þær kröfur að ríkið sjálft brjóti ekki vísvitandi lög eins og þarna sé gert. Einar Einarsson, framkæmdastjóri sölu- og markaðsviðs Vínbúðanna, vísar þessu á bug og segir Vínbúðirnar ekki brjóta lög þar sem ekki sé verið að auglýsa ákveðnar tegundir bjórs heldur bjórhátíð sem Vínbúðirnar standi fyrir. Hann hafnar því ennfremur að markmiðið sé að auka sölu áfengis með auglýsingunum. Eingöngu sé verið að benda fólki á að fleiri tegundir og gerðir öls en venjulega væru keyptar. Aðspurður um hvort það þýddi ekki að verið værið að reyna að auka sölu þeirra tegunda með auglýsingunum sagði hann svo ekki vera. Rétt er að taka fram að í auglýsingu ÁTVR, sem er ein fjölmargra auglýsinga í Bjórblaðinu, er hvergi minnst á fjölbreytt úrval bjórtegunda, eingöngu að bjórdagar gangi brátt í garð. Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Forsvarsmenn Blaðsins segja í leiðara í dag að sérstakt aukablað þeirra um bjór, sem brýtur væntanlega í bága við lög um áfengisauglýsingar, sé til að þjónusta lesendur. Erlendir miðlar hafi forskot á íslenska í tekjuöflun með áfengisauglýsingum og útgáfa aukablaðsins sýni líka þá hræsni sem í auglýsingabanninu felst. Ríkið sjálft á stærstu auglýsinguna í Blaðinu. Í Blaðinu í dag er sérstakt aukablað um bjór og léttvín. Rafn M. Jónsson, fostöðumaður áfengis- og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð segir útgáfu aukablaðsins skýrt brot á lögum um auglýsingar á áfengi, auk þess sem umfjallanir um bjór í blaðinu séu á gráu svæði að hans mati. Hann segir áfengisauglýsingar í eðli sínu miða að því að auka neyslu áfengis, að öðrum kosti væru auglýsendur ekki að leggja háar fjárhæðir í þær. Heilbrigðisáætlanir gerðu ráð fyrir því að minnka neyslu á áfengi. Rafn segir að ekki væri gerður greinamunur á ríki og einkaaðilum í lögunum. Því hljóti að vera hægt að gera þær kröfur að ríkið sjálft brjóti ekki vísvitandi lög eins og þarna sé gert. Einar Einarsson, framkæmdastjóri sölu- og markaðsviðs Vínbúðanna, vísar þessu á bug og segir Vínbúðirnar ekki brjóta lög þar sem ekki sé verið að auglýsa ákveðnar tegundir bjórs heldur bjórhátíð sem Vínbúðirnar standi fyrir. Hann hafnar því ennfremur að markmiðið sé að auka sölu áfengis með auglýsingunum. Eingöngu sé verið að benda fólki á að fleiri tegundir og gerðir öls en venjulega væru keyptar. Aðspurður um hvort það þýddi ekki að verið værið að reyna að auka sölu þeirra tegunda með auglýsingunum sagði hann svo ekki vera. Rétt er að taka fram að í auglýsingu ÁTVR, sem er ein fjölmargra auglýsinga í Bjórblaðinu, er hvergi minnst á fjölbreytt úrval bjórtegunda, eingöngu að bjórdagar gangi brátt í garð.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira