Innlent

70 iðnaðarmenn fá niðurgang

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru það ekki starfsmenn Norðuráls sem veiktust, heldur iðnaðarmenn sem starfa sem verktakar á svæðinu og snæða í öðru mötuneyti en starfsmenn Norðuráls. Um 500 iðnaðarmenn vinna að stækkun Norðuráls á Grundartanga og sér veitingahúsið Hrói Höttur um matsölu til verktakanna. Starfsfólk Hróa Hattar staðfestir að verið sé að rannsaka matareitrunina en neitar að gefa Fréttablaðinu fleiri upplýsingar. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands lét taka sýni bæði úr starfsmönnunum og á vettvangi og beðið er eftir niðurstöðum úr þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×