Innlent

SUS gagnrýnir Heimdall

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, virðast komin í hár saman vegna þings SUS sem fram fer í Stykkishólmi um helgina. Í ályktun sem stjórn SUS sendi frá sér í dag lýsir hún furðu sinni á þeim vinnubrögðum stjórnar Heimdallar við val á fulltrúum á þingið og segir forystumenn Heimdalls hafa synjað mörgum af virkustu meðlimum ungliðahreyfingarinnar um sæti sem aðalfulltrúar á þinginu. Meðal þeirra séu varastjórnarmenn í SUS og formaður utanríkisnefndar sambandsins sem starfa muni á þinginu. Þá segir ályktuninni að það sé grundvöllur fyrir blómlegu og kröftugu starfi í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins að það fólk sem starfi af heilindum, metnaði og þrótti fyrir hreyfinguna fái að taka þátt í atburðum á hennar vegum, ekki síst á sambandsþingum. Stjórn SUS telji því að með ákvörðun um að synja ofangreindum aðilum um setu á þinginu hafi stjórn Heimdallar vegið að því mikilvæga starfi sem fram fer í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×