Innlent

Tókst ekki að semja um kolmunna

Samningamenn Rússa, Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandslandanna náðu ekki samkomulagi um skiptingu kolmunnakvótans á milli ríkjanna á fundi sem lauk í Reykjavík í gær. Enn krefjast þjóðirnar samanlagt yfir hundrað prósenta af því magni sem vísindamenn telja ráðlegt að veiða úr stofninum árlega. Viðræðurnar eru þó ekki sigldar í strand því embættismenn munu halda viðræðum áfram og nýr fundur hefur verið boðaður í Kaupmannahöfn í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×