Sport

Adriano semur við Inter

NordicPhotos/GettyImages
Brasilíski framherjinn Adriano hefur framlengt samning sinn við Inter Milan á Ítalíu um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu til ársins 2010. Adriano nýtti sér með þessu framlengingarákvæði sem var í samningnum hans sem hann undirritaði í fyrra eftir að hann kom til Inter frá Parma. Hinn 23 ára gamli framherji skoraði 16 mörk í 30 leikjum fyrir Inter á síðustu leiktíð og hefur einnig farið mikinn með landsliði sínu, þannig að óhætt er að segja að hann sé á meðal þeirra bestu í bransanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×