Innlent

Sigraði á sterku alþjóðlegu móti

Skákmaðurinn Róbert Harðarson sigraði í gær á sterku alþjóðlegu skákmóti í Ungverjalandi og náði jafnframt áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, samkvæmt frétt frá Skákfélaginu Hróknum. Fyrir næstsíðustu umferð hafði Róbert 5½ vinning en náði tilskildum árangri með því að vinna Domani Zsofia, stórmeistara kvenna, í áttundu umferðinni og gera jafntefli við alþjóðlega meistarann Soltan Zarosi í síðustu umferðinni. Róbert gekk nýverið til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×