Erlent

Segja faraldur í Indónesíu

Yfirvöld á Indónesíu segja að upp sé kominn fuglaflensufaraldur í landinu. Í nótt lést fimm ára stúlka í Djakarta sem jafnvel er talin hafa smitast af fuglaflensu. Sex manns á sama spítala eru taldir vera með flensuna. Þegar hefur verið staðfest að fjórir hafi látist af völdum flensunnar í landinu undanfarna mánuði. Heilbrigðissérfræðingar hvaðanæva að úr heiminum streyma nú til Indónesíu og munu hjálpa þarlendum yfirvöldum við að finna leiðir til að sporna við frekari útbreiðslu faraldursins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×