Aron Pálmi hvorki bitur né reiður 15. september 2005 00:01 Aron Pálmi Ágústsson, sem hefur mátt dúsa í fangelsi í Texas í rúm átta ár vegna brota sem hann framdi ellefu ára gamall, segist hvorki bitur né reiður yfir örlögum sínum. Hann vonast til að hefja nýjan kafla í lífi sínu á Íslandi innan skamms og ætlar að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Saga Arons Pálma undanfarin átta ár er ein samfelld þrautarganga. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið í stofufangelsi og sex ár þar á undan var hann í unglingafangelsi í Texas. Hann bíður nú óþreyjufullur eftir að fylkisstjórinn í Texas skrifi undir náðunarbeiðni sem liggur á borðinu hjá honum. Ráðgjafar fylkisstjórans hafa allir sem einn lagt til að Aron fái náðun og allt útlit er fyrir að hann öðlist loks frelsi á næstu vikunum. Í viðtali við Kristin Hrafnsson fyrr í vikunni sagðist Aron sannfærður um að það eina sem stæði í veg fyrir frelsi sínu væri skriffinska. Undanfarin tvö ár hefur Aron öllum stundum gengið með senditæki um ökklann svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann má fara út í búð, í skólann, með þvottinn og í kirkju, en annað ekki. Hann segist orðinn mjög óþreyjufullur og biðin sé hálfu erfiðari nú þegar hann sjái fyrir endann á vistinni. Hann finni nánast bragðið af frelsinu. Aron telur að fellibylurinn Katrín gæti haft sitt að segja um að ekki hafi enn tekist að ljúka máli hans. Fjöldi fólks hafi komið frá New Orleans til Texas undanfarnar vikur og mikið að gera á skrifstofu fylkisstjórans. Aron Pálmi segist búast við að fyrstu dagarnir eftir að hann losni verði skrýtnir og allt að því óraunverulegir. En hann ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus. Stefnir að því að fara í skóla og læra sálfræði og er staðráðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. „Ég vil ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og ég. Þetta hefur verið svekkjandi og stundum ógnvekjandi. Ég vil hafa áhrif til að koma á einhverjum breytingum,“ segir Aron. En þrátt fyrir allt saman segist Aron ekki reiður, enda sé það tímasóun að velta sér upp úr því sem er búið og gert. „Reiði er sóun á orku. Ég nota tilfinningar mínar sem hvatningu til að halda áfram,“ segir Aron Pálmi. Viðtalið við Aron Pálma var sýnt í heild sinni í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á það í VefTV Vísis. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson, sem hefur mátt dúsa í fangelsi í Texas í rúm átta ár vegna brota sem hann framdi ellefu ára gamall, segist hvorki bitur né reiður yfir örlögum sínum. Hann vonast til að hefja nýjan kafla í lífi sínu á Íslandi innan skamms og ætlar að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Saga Arons Pálma undanfarin átta ár er ein samfelld þrautarganga. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið í stofufangelsi og sex ár þar á undan var hann í unglingafangelsi í Texas. Hann bíður nú óþreyjufullur eftir að fylkisstjórinn í Texas skrifi undir náðunarbeiðni sem liggur á borðinu hjá honum. Ráðgjafar fylkisstjórans hafa allir sem einn lagt til að Aron fái náðun og allt útlit er fyrir að hann öðlist loks frelsi á næstu vikunum. Í viðtali við Kristin Hrafnsson fyrr í vikunni sagðist Aron sannfærður um að það eina sem stæði í veg fyrir frelsi sínu væri skriffinska. Undanfarin tvö ár hefur Aron öllum stundum gengið með senditæki um ökklann svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann má fara út í búð, í skólann, með þvottinn og í kirkju, en annað ekki. Hann segist orðinn mjög óþreyjufullur og biðin sé hálfu erfiðari nú þegar hann sjái fyrir endann á vistinni. Hann finni nánast bragðið af frelsinu. Aron telur að fellibylurinn Katrín gæti haft sitt að segja um að ekki hafi enn tekist að ljúka máli hans. Fjöldi fólks hafi komið frá New Orleans til Texas undanfarnar vikur og mikið að gera á skrifstofu fylkisstjórans. Aron Pálmi segist búast við að fyrstu dagarnir eftir að hann losni verði skrýtnir og allt að því óraunverulegir. En hann ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus. Stefnir að því að fara í skóla og læra sálfræði og er staðráðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. „Ég vil ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og ég. Þetta hefur verið svekkjandi og stundum ógnvekjandi. Ég vil hafa áhrif til að koma á einhverjum breytingum,“ segir Aron. En þrátt fyrir allt saman segist Aron ekki reiður, enda sé það tímasóun að velta sér upp úr því sem er búið og gert. „Reiði er sóun á orku. Ég nota tilfinningar mínar sem hvatningu til að halda áfram,“ segir Aron Pálmi. Viðtalið við Aron Pálma var sýnt í heild sinni í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á það í VefTV Vísis.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira