Innlent

Samningur samþykktur

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag drög að samningi við Sigurjón Sighvatsson vegna Blind Pavilion. Samkvæmt samningnum verður verkið Blind Pavillion í Viðey næstu tvö árin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins, en sögðu í bókun sinni að þó svo sjálfstæðismenn fagni því að Sigurjón Sighvatsson skuli vilja sýna verk Ólafs Elíassonar á Íslandi, verði að fara "afar varlega í að úthluta takmörkuðum fjármunum menningar- og ferðamálaráðs til eigenda listaverka, fremur en til listamannanna sjálfra, og lágmarkskrafa er að ráðið móti sér stefnu í þeim efnum. Það hefur ekki verið gert."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×