Innlent

Bænastund í stað hátíðar

Stjórn smábátafélagsins Snarfara hefur fallið frá afmælishátíð í tilefni af 30 ára afmæli félagsins sem halda átti næsta sunnudag. Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags var í félaginu og er félögum því frekar boðið til bænastundar í félagsheimili Snarfara. Hún hefst klukkan tvö á sunnudaginn. "Minnst verður þeirra látnu Friðriks Ásgeirs Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur og beðið fyrir heilsu þeirra sem komust lífs af," segir á vef félagsins. Hafþór Lyngberg Sigurðsson, formaður Snarfara, segir að lagður blómsveigur á slysstaðinn á Viðeyjarsundi ef veður leyfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×