Kvenfélag nefnt eftir Maggnúsi 15. september 2005 00:01 "Ég á mér nafna, kvenfélag á Selfossi, og er heiðursfélagi í því," segir Maggnús Víkingur Grímsson athafnamaður, sem sagði frá áhuga sínum á Kádiljákbifreiðum í Fréttablaðinu á laugardag. Marga lesendur rak í rogastans þegar þeir sáu Maggnúsarnafnið á prenti því hinn viðtekni ritháttur nafnsins er jú með einu géi. Upphaf þess að Maggnús fór að skrifa nafnið sitt með tveimur géum má rekja 38 ár aftur í tímann, þegar hann var sextán ára og hét bara Magnús eins og þúsundir annarra Íslendinga. "Ég vann þá í vélsmiðju í Þorlákshöfn og merkti hlutina sem ég smíðaði með stöfunum MAGG," segir Maggnús. Skömmu síðar hitti hann latínufróðan mann sem sagði honum að orðið magnus væti latneskt og þýddi "mikið". Upp frá því velti hann vöngum yfir hvers vegna orðið væri borið fram á annan veg en rithátturinn gaf tilefni til og afréð í framhaldinu að skrifa nafnið sitt með tveimur géum. Það varð ekki til að draga úr ákvörðuninni að útlendingar eru líklegri til að fara rétt með framburð Magnúsarnafnsins þegar géin eru tvö. Maggnús hefur lengi átt í samskiptum við útlendinga, ekki síst starfs síns vegna, en hann stóð lengi í innflutningi og framleiðslu á efni til garðskálagerðar. Maggnús er enn með einu géi í þjóðskrá en báða rithætti nafnsins er að finna í símaskránni. Er það öðrum til hægðarauka. Flestir sem skrifa nafn Maggnúsar gera það rétt, enda þekkja þeir kauða, en rithátturinn hefur alið af sér annað vandamál. "Ég skrifa oft nöfn annarra með tveimur géum af því að mér er það tamt," segir Maggnús og bætir við að sonur hans tíu ára sé farinn að skrifa föðurnafn sitt með tveimur géum og það án nokkurs þrýstings fá pabbanum. En Maggnús er ekki eini Maggnúsinn á landinu. "Þannig er að fyrir nokkrum árum frétti ég af góðum konum á Selfossi sem komu saman á veitingahúsi til að stofna kvenfélag. Ég hringdi í þjóninn og bað hann um að færa þeim hvítvínsglas með kveðju frá aðdáanda. Svo hringdi ég hálftíma síðar og lét færa þeim stjörnuljósakokkteil með kveðju frá Maggnúsi. Um það leyti voru konurnar að ákveða nafn á félagsskapinn og sögðu allar í kór að félagið skyldi heita Maggnús og slógu í borð." Maggnús var svo gerður að heiðursfélaga í kvefélaginu og er á leið til Kúbu með konunum í haust. Annars er að miklu að huga hjá Maggnúsi þessa dagana "Ég ætla að reisa millahverfi á Flúðum en ég bjó í fjórtán ár í hreppnum og er eiginlega kominn heim. Sveitungar mínir segja að nú sé Björgólfur kominn heim," segir Maggnús og hlær. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
"Ég á mér nafna, kvenfélag á Selfossi, og er heiðursfélagi í því," segir Maggnús Víkingur Grímsson athafnamaður, sem sagði frá áhuga sínum á Kádiljákbifreiðum í Fréttablaðinu á laugardag. Marga lesendur rak í rogastans þegar þeir sáu Maggnúsarnafnið á prenti því hinn viðtekni ritháttur nafnsins er jú með einu géi. Upphaf þess að Maggnús fór að skrifa nafnið sitt með tveimur géum má rekja 38 ár aftur í tímann, þegar hann var sextán ára og hét bara Magnús eins og þúsundir annarra Íslendinga. "Ég vann þá í vélsmiðju í Þorlákshöfn og merkti hlutina sem ég smíðaði með stöfunum MAGG," segir Maggnús. Skömmu síðar hitti hann latínufróðan mann sem sagði honum að orðið magnus væti latneskt og þýddi "mikið". Upp frá því velti hann vöngum yfir hvers vegna orðið væri borið fram á annan veg en rithátturinn gaf tilefni til og afréð í framhaldinu að skrifa nafnið sitt með tveimur géum. Það varð ekki til að draga úr ákvörðuninni að útlendingar eru líklegri til að fara rétt með framburð Magnúsarnafnsins þegar géin eru tvö. Maggnús hefur lengi átt í samskiptum við útlendinga, ekki síst starfs síns vegna, en hann stóð lengi í innflutningi og framleiðslu á efni til garðskálagerðar. Maggnús er enn með einu géi í þjóðskrá en báða rithætti nafnsins er að finna í símaskránni. Er það öðrum til hægðarauka. Flestir sem skrifa nafn Maggnúsar gera það rétt, enda þekkja þeir kauða, en rithátturinn hefur alið af sér annað vandamál. "Ég skrifa oft nöfn annarra með tveimur géum af því að mér er það tamt," segir Maggnús og bætir við að sonur hans tíu ára sé farinn að skrifa föðurnafn sitt með tveimur géum og það án nokkurs þrýstings fá pabbanum. En Maggnús er ekki eini Maggnúsinn á landinu. "Þannig er að fyrir nokkrum árum frétti ég af góðum konum á Selfossi sem komu saman á veitingahúsi til að stofna kvenfélag. Ég hringdi í þjóninn og bað hann um að færa þeim hvítvínsglas með kveðju frá aðdáanda. Svo hringdi ég hálftíma síðar og lét færa þeim stjörnuljósakokkteil með kveðju frá Maggnúsi. Um það leyti voru konurnar að ákveða nafn á félagsskapinn og sögðu allar í kór að félagið skyldi heita Maggnús og slógu í borð." Maggnús var svo gerður að heiðursfélaga í kvefélaginu og er á leið til Kúbu með konunum í haust. Annars er að miklu að huga hjá Maggnúsi þessa dagana "Ég ætla að reisa millahverfi á Flúðum en ég bjó í fjórtán ár í hreppnum og er eiginlega kominn heim. Sveitungar mínir segja að nú sé Björgólfur kominn heim," segir Maggnús og hlær.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira