Kvenfélag nefnt eftir Maggnúsi 15. september 2005 00:01 "Ég á mér nafna, kvenfélag á Selfossi, og er heiðursfélagi í því," segir Maggnús Víkingur Grímsson athafnamaður, sem sagði frá áhuga sínum á Kádiljákbifreiðum í Fréttablaðinu á laugardag. Marga lesendur rak í rogastans þegar þeir sáu Maggnúsarnafnið á prenti því hinn viðtekni ritháttur nafnsins er jú með einu géi. Upphaf þess að Maggnús fór að skrifa nafnið sitt með tveimur géum má rekja 38 ár aftur í tímann, þegar hann var sextán ára og hét bara Magnús eins og þúsundir annarra Íslendinga. "Ég vann þá í vélsmiðju í Þorlákshöfn og merkti hlutina sem ég smíðaði með stöfunum MAGG," segir Maggnús. Skömmu síðar hitti hann latínufróðan mann sem sagði honum að orðið magnus væti latneskt og þýddi "mikið". Upp frá því velti hann vöngum yfir hvers vegna orðið væri borið fram á annan veg en rithátturinn gaf tilefni til og afréð í framhaldinu að skrifa nafnið sitt með tveimur géum. Það varð ekki til að draga úr ákvörðuninni að útlendingar eru líklegri til að fara rétt með framburð Magnúsarnafnsins þegar géin eru tvö. Maggnús hefur lengi átt í samskiptum við útlendinga, ekki síst starfs síns vegna, en hann stóð lengi í innflutningi og framleiðslu á efni til garðskálagerðar. Maggnús er enn með einu géi í þjóðskrá en báða rithætti nafnsins er að finna í símaskránni. Er það öðrum til hægðarauka. Flestir sem skrifa nafn Maggnúsar gera það rétt, enda þekkja þeir kauða, en rithátturinn hefur alið af sér annað vandamál. "Ég skrifa oft nöfn annarra með tveimur géum af því að mér er það tamt," segir Maggnús og bætir við að sonur hans tíu ára sé farinn að skrifa föðurnafn sitt með tveimur géum og það án nokkurs þrýstings fá pabbanum. En Maggnús er ekki eini Maggnúsinn á landinu. "Þannig er að fyrir nokkrum árum frétti ég af góðum konum á Selfossi sem komu saman á veitingahúsi til að stofna kvenfélag. Ég hringdi í þjóninn og bað hann um að færa þeim hvítvínsglas með kveðju frá aðdáanda. Svo hringdi ég hálftíma síðar og lét færa þeim stjörnuljósakokkteil með kveðju frá Maggnúsi. Um það leyti voru konurnar að ákveða nafn á félagsskapinn og sögðu allar í kór að félagið skyldi heita Maggnús og slógu í borð." Maggnús var svo gerður að heiðursfélaga í kvefélaginu og er á leið til Kúbu með konunum í haust. Annars er að miklu að huga hjá Maggnúsi þessa dagana "Ég ætla að reisa millahverfi á Flúðum en ég bjó í fjórtán ár í hreppnum og er eiginlega kominn heim. Sveitungar mínir segja að nú sé Björgólfur kominn heim," segir Maggnús og hlær. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
"Ég á mér nafna, kvenfélag á Selfossi, og er heiðursfélagi í því," segir Maggnús Víkingur Grímsson athafnamaður, sem sagði frá áhuga sínum á Kádiljákbifreiðum í Fréttablaðinu á laugardag. Marga lesendur rak í rogastans þegar þeir sáu Maggnúsarnafnið á prenti því hinn viðtekni ritháttur nafnsins er jú með einu géi. Upphaf þess að Maggnús fór að skrifa nafnið sitt með tveimur géum má rekja 38 ár aftur í tímann, þegar hann var sextán ára og hét bara Magnús eins og þúsundir annarra Íslendinga. "Ég vann þá í vélsmiðju í Þorlákshöfn og merkti hlutina sem ég smíðaði með stöfunum MAGG," segir Maggnús. Skömmu síðar hitti hann latínufróðan mann sem sagði honum að orðið magnus væti latneskt og þýddi "mikið". Upp frá því velti hann vöngum yfir hvers vegna orðið væri borið fram á annan veg en rithátturinn gaf tilefni til og afréð í framhaldinu að skrifa nafnið sitt með tveimur géum. Það varð ekki til að draga úr ákvörðuninni að útlendingar eru líklegri til að fara rétt með framburð Magnúsarnafnsins þegar géin eru tvö. Maggnús hefur lengi átt í samskiptum við útlendinga, ekki síst starfs síns vegna, en hann stóð lengi í innflutningi og framleiðslu á efni til garðskálagerðar. Maggnús er enn með einu géi í þjóðskrá en báða rithætti nafnsins er að finna í símaskránni. Er það öðrum til hægðarauka. Flestir sem skrifa nafn Maggnúsar gera það rétt, enda þekkja þeir kauða, en rithátturinn hefur alið af sér annað vandamál. "Ég skrifa oft nöfn annarra með tveimur géum af því að mér er það tamt," segir Maggnús og bætir við að sonur hans tíu ára sé farinn að skrifa föðurnafn sitt með tveimur géum og það án nokkurs þrýstings fá pabbanum. En Maggnús er ekki eini Maggnúsinn á landinu. "Þannig er að fyrir nokkrum árum frétti ég af góðum konum á Selfossi sem komu saman á veitingahúsi til að stofna kvenfélag. Ég hringdi í þjóninn og bað hann um að færa þeim hvítvínsglas með kveðju frá aðdáanda. Svo hringdi ég hálftíma síðar og lét færa þeim stjörnuljósakokkteil með kveðju frá Maggnúsi. Um það leyti voru konurnar að ákveða nafn á félagsskapinn og sögðu allar í kór að félagið skyldi heita Maggnús og slógu í borð." Maggnús var svo gerður að heiðursfélaga í kvefélaginu og er á leið til Kúbu með konunum í haust. Annars er að miklu að huga hjá Maggnúsi þessa dagana "Ég ætla að reisa millahverfi á Flúðum en ég bjó í fjórtán ár í hreppnum og er eiginlega kominn heim. Sveitungar mínir segja að nú sé Björgólfur kominn heim," segir Maggnús og hlær.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira