Innlent

20 prósenta launahækkun

Nýr kjarasamningur tryggir félagsmönnum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, tuttugu prósenta launahækkun á samningstímanum. Samningarnir eru afturvirkir og gilda frá 1. febrúar. Síðdegis í gær var samningurinn undirritaður hjá sáttasemjara en sættir milli SFH og SFR náðust síðasta miðvikudag en þann sama dag hefðu félagar í SFH boðað til verkfalls hefðu samningar ekki náðst. Í gær var einnig undirritaður nýr kjarasamingur við Starfsmannafélag Suðurnesja hjá ríkissáttasemjara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×