Innlent

Stöðvi framkvæmdir við Urriðavatn

Landgræðslu- og umhverfissamtökin Landvernd krefjast þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir vestan við Urriðavatn þar sem þær hafi ekki tilskilin leyfi. Landvernd segir að umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir séu hafnar undir því yfirskini að verið sé að kanna jarðveg. Svæðið búi yfir náttúrufari sem njóti verndar í náttúruverndarlögum. Samtökin benda á að enn hafi ekki verið úrskurðað í álitamálum sem tengist breytingum á skipulagi svæðisins. Garðabær hefur upplýst að veitt hafi verið munnleg heimild til landeigenda til að kanna jarðveg á tilteknum reiti á svæðinu vestan Urriðavatns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×